fimmtudagur, apríl 26, 2007

 

Slappleiki

Ég var heima í gær því í fyrrakvöld veiktist ég allt í einu. Ég hafði að vísu verið slöpp og orkulaus allan daginn í vinnunni en um kvöldmatarleytið áttaði ég mig á að ég væri veik þegar mig bauð við baunaréttinum hennar Aidu og hrísgrjónunum frá Maganja. Ef ég missi matarlystina er það óyggjandi vísbending um að ég sé ekki heil heilsu ;-) Ég eyddi svo kvöldinu, nóttunni og gærdeginum í tíðar klósettferðir en nú er þetta sem betur fer gengið yfir. Mér datt auðvitað í hug að ég gæti verið með malaríu þar sem niðurganginum fylgdi smávegis hiti, beinverkir og almennur slappleiki. Ég nennti hinsvegar alls ekki á heilsugæslustöðina og sem betur fer eru til heimapróf til að athuga hvort maður sé með malaríu. Maður þarf að vísu að stinga sig í puttann og ná úr sér nokkrum blóðdropum og mér hættir til að stinga of laust og þurfa að endurtaka leikinn nokkrum sinnum. Í þetta sinn bauð Charlotte sig fram til verksins, hún er að vinna í smá verkefni hjá okkur núna og býr hjá mér. Prófið var neikvætt og leiðbeiningarnar segja að það sé 99% marktækt svo ég ákvað að sjá til hvort mér batnaði ekki. Ég svaf mest allan daginn þar sem hvorki sjónvarp né lestur höfðuðu til mín. Það vildi þannig til að ég átti tvö Prins póló sem Monika vinkona mín hafði keypt í Póllandi og sent mér. Prins póló og kók eru það besta fyrir minn maga ef hann er eitthvað að ybba sig. Um kvöldmatarleytið var mér farið að líða betur svo ég setti í Prison Break spóluna sem Magga sendi mér með Fjólu. Hún var búin að taka upp þá þætti sem ég hafði ekki séð. Eftir að ég kláraði þá svaf ég á mínu græna og ákvað svo að drífa mig í vinnuna og vinna í hálfsárs skýrslunni. Ekki meira um það að segja.

Comments:
Fjör að gera hálfsárs skýrslur :)
En farðu vel með þig.
Knús Þóra
 
Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

[ Skoða gestabók ] [ Kvitta í gestabókina ]
Sækið ykkur ókeypis gestabók hér