þriðjudagur, apríl 24, 2007

 

Landakort

Ég rakst á bloggið hennar Þóru og landakortið hennar og varð auðvitað að fylla inn mitt landakort og skella inn á bloggsíðuna.

Vefsíðan segir að ég hafi heimsótt 50 lönd sem séu 22% af löndum heimsins. Mér finnst það svosem ágæt frammistaða miðað við að ég var orðin 16 ára þegar ég fór fyrst til útlanda. Ég tel að sjálfsögðu ekki með lönd, þar sem ég hef millilent og ekki farið út úr flugstöpinni, forsendan er að maður hafi varið lágmark nokkrum klukkustundum í landinu. Styrsta stoppið átti ég í Færeyjum. Ég kom þar að morgni dags á leið til Danmerkur. Stoppið var samt nógu langt til að ég og ferðafélagar mínir náðum að kynnast ákaflega elskulegum Færeyingi og þiggja morgunkaffi í bátnum hans. Þannig að það telst með.

Comments:
Töffari ertu.
Knús
Þóra
 
Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

[ Skoða gestabók ] [ Kvitta í gestabókina ]
Sækið ykkur ókeypis gestabók hér