föstudagur, desember 15, 2006
Að kaupa blóð
Í gær beið mín bréf undir útidyrahurðinni minni þegar ég kom á fætur. Það var frá einum af vörðunum í blokkinni þar sem ég bý og var hann að biðja mig um að lána sér u.þ.b. 2100 íslenskar krónur til að kaupa blóð handa konunni sinni. Þetta eru 38% af mánaðarlaununum hans sem eru u.þ.b. 5400 krónur. Ég spjalla oft við vörðinn og vissi því að konan hans þarf lífsnauðsynlega á aðgerð að halda og er búin að vera á biðlista síðan í mars. Ástæðan fyrir að hann bað mig er líklega sú að ég hef stundum rétt honum nokkra hundraðkalla til að kaupa vítamín sem honum var sagt að kaupa handa konunni.Aðgerðinni hefur verið frestað hvað eftir annað en er nú ráðgerð í janúar. Þetta er ríkissjúkrahús sem er eini kostur flestra landsmanna og á að gefa þeim sem á þurfa að halda ókeypis eða mjög ódýra hjálp. Þeir sem geta borgað eins og ég hafa hinsvegar aðgang að allt annarri þjónustu og einhvernveginn virðast þeir vera nógu margir til þess að engin þjónusta er eftir handa hinum. Verðinum var sagt að koma með einhverja á sjúkrahúsið sem gætu gefið blóð fyrir aðgerðina þar sem ekki væri til blóð á sjúkrahúsinu!!! Hann var búinn að tala við ættingjana en þeir gátu ekki gefið blóð. Með því að borga þessar 2100 krónur var hinsvegar hægt að fá blóðið sem ekki var til.
Þetta fyrirbæri, spilling, er það sem ég á erfiðast með að sætta mig við hér í Mósambík. Spilling er ekki bara mútuþægni starfsmanna og stjórnmálamanna á hærri stigum þjóðfélagsins. Hún finnst líka hjá lögreglunni, í skólum og á sjúkrahúsum. Stjórnvöld reka mikinn áróður gegn spillingu og manni er sagt að hún sé á undanhaldi en hún er samt sem áður áþreifanlegt fyrirbæri sem verður að breytast til að landið geti þróast. Til þess þarf að verða hugarfarsbreyting og hún verður ekki á einum degi. Það sem mér finnst ég geta gert sem einstaklingur er að neita að taka þátt með því að múta sjálf ekki fólki til að auðvelda mér lífið. Ég hef tvisvar verið stoppuð af lögreglunni fyrir smávægilegar yfirsjónir og mér hefur verið sagt að ég þurfi að fara á lögreglustöðina að borga sekt en hægt sé að leysa málið á staðnum. Í bæði skiptin stóð ég fast á því að fara á lögreglustöðina og borga sektina og í báðum tilfellum var mér þá sleppt. Þetta kostaði að vísu nokkuð þref og tíma og margir nenna því miður ekki að standa í því og taka bara upp veskið og borga. Einu sinni kom líka til mín maður sem var lengi búinn að vera í atvinnuleit og bað mig um að láta sig hafa 1500 krónur svo hann gæti ,,keypt" sér starf. Starfsmaður í einhverju fyrirtæki ætlaði að ráða hann ef hann borgaði honum þessa upphæð. Ég neitaði þessu og sagði honum að ég gæti ekki tekið þátt í slíkum mútum. Ekki gat ég þó sagt verðinum að hann yrði að neita að borga blóðið, þar er hreinlega um líf eða dauða konunnar hans að tefla. Svo ég varð að láta prinsippið víkja og hjálpa manninum.
Á sama tíma og vörðurinn minn stendur í því að reyna að útvega blóð svo hægt sé að bjarga lífi konunnar hans er mitt helsta vandamál að finna jólagjafir handa fjölskyldunni á Íslandi. Spurningin er ekki hvort ég geti fundið eitthvað sem fólk vantar, það eiga jú allir flest það sem þá vanhagar um. Spurningin er hvort ég finni eitthvað sem fólk hafi ánægju af og komi fyrir heima hjá sér. Ég lifi semsagt í tveimur mjög ólíkum heimum.
Þetta fyrirbæri, spilling, er það sem ég á erfiðast með að sætta mig við hér í Mósambík. Spilling er ekki bara mútuþægni starfsmanna og stjórnmálamanna á hærri stigum þjóðfélagsins. Hún finnst líka hjá lögreglunni, í skólum og á sjúkrahúsum. Stjórnvöld reka mikinn áróður gegn spillingu og manni er sagt að hún sé á undanhaldi en hún er samt sem áður áþreifanlegt fyrirbæri sem verður að breytast til að landið geti þróast. Til þess þarf að verða hugarfarsbreyting og hún verður ekki á einum degi. Það sem mér finnst ég geta gert sem einstaklingur er að neita að taka þátt með því að múta sjálf ekki fólki til að auðvelda mér lífið. Ég hef tvisvar verið stoppuð af lögreglunni fyrir smávægilegar yfirsjónir og mér hefur verið sagt að ég þurfi að fara á lögreglustöðina að borga sekt en hægt sé að leysa málið á staðnum. Í bæði skiptin stóð ég fast á því að fara á lögreglustöðina og borga sektina og í báðum tilfellum var mér þá sleppt. Þetta kostaði að vísu nokkuð þref og tíma og margir nenna því miður ekki að standa í því og taka bara upp veskið og borga. Einu sinni kom líka til mín maður sem var lengi búinn að vera í atvinnuleit og bað mig um að láta sig hafa 1500 krónur svo hann gæti ,,keypt" sér starf. Starfsmaður í einhverju fyrirtæki ætlaði að ráða hann ef hann borgaði honum þessa upphæð. Ég neitaði þessu og sagði honum að ég gæti ekki tekið þátt í slíkum mútum. Ekki gat ég þó sagt verðinum að hann yrði að neita að borga blóðið, þar er hreinlega um líf eða dauða konunnar hans að tefla. Svo ég varð að láta prinsippið víkja og hjálpa manninum.
Á sama tíma og vörðurinn minn stendur í því að reyna að útvega blóð svo hægt sé að bjarga lífi konunnar hans er mitt helsta vandamál að finna jólagjafir handa fjölskyldunni á Íslandi. Spurningin er ekki hvort ég geti fundið eitthvað sem fólk vantar, það eiga jú allir flest það sem þá vanhagar um. Spurningin er hvort ég finni eitthvað sem fólk hafi ánægju af og komi fyrir heima hjá sér. Ég lifi semsagt í tveimur mjög ólíkum heimum.
Comments:
<< Home
Hæ Marta mín.
Ég skil stundum ekki hvernig þú ferð ekki aðeins yfir um þegar þú kemur heim í kúltúrinn hér...og ferð svo ekki aftur yfirum þegar þú ferð út aftur hahaaa...já það er erfitt að standa á siðferðinu þegar um líf og dauða er að tefla, en tekur þá ekki "hærra" siðferði við, þ.e.a.s. að bjarga konunni?
Allavega segi ekki mikið gáfulegt núna..en hlakka mikið til að koma og heimsækja þig!
Knús,
Fjóla frænka
Skrifa ummæli
Ég skil stundum ekki hvernig þú ferð ekki aðeins yfir um þegar þú kemur heim í kúltúrinn hér...og ferð svo ekki aftur yfirum þegar þú ferð út aftur hahaaa...já það er erfitt að standa á siðferðinu þegar um líf og dauða er að tefla, en tekur þá ekki "hærra" siðferði við, þ.e.a.s. að bjarga konunni?
Allavega segi ekki mikið gáfulegt núna..en hlakka mikið til að koma og heimsækja þig!
Knús,
Fjóla frænka
<< Home