föstudagur, desember 15, 2006

 

Galdralækningar

Auglýsing í Noticias ,,Mogga" Mósambík þann 15.12.2006 (í lauslegri þýðingu minni)

Hefðbundinn læknir, Dr. Khani Olho frá Austur-Afríku

Fæst við sjúkdóma og vandamál: getuleysi, astma, sykursýki, ofnæmi, ófrjósemi, kláða, bakverki, bólgur í fótum, að vera elskuð eða elskaður (hann getur gert fólk ástfangið af einhverjum eftir pöntun), bólur og útbrot, kalla á fjarlæga ættingja (ef einhver hefur flutt langt í burtu og ekki sést síðan getur hann látið þá koma) og svo framvegis. Tek fólk í tíma á Av. 24. de Julho á horninu á.........

Hér trúa allir á hefðbundnar lækningar en þetta er í fyrsta skipti sem ég sé svona auglýsingu í blaði. Það sem mér finnst athyglisvert er að hann minnist ekki á alnæmi en segir ,,og svo framvegis." Alnæmi er vaxandi vandamál í landinu og algengt er að fólk eyði stórum fjárhæðum í galdralækna sem segjast geta læknað ýmsa fylgikvilla alnæmis. Ég þekki til dæmis alnæmisveika konu sem hefur þjáðst af nokkrum þeim kvillum sem lýst er að ofan, svo sem útbrotum, kláða, bólgum í fótum og bakverk.

Comments:
súperáhugaverð auglýsing. hérna á þessum enda eru menn mikið að auglýsa eftir mökum handa nánst uppkomnum börnum sínum. Sinn er siður, og allt það...
 
áhugavert :)
En gleðilegt nýtt ár elsku Marta, bjalla í þig á morgun.
Knús Þóra
 
Iss...ég held nú að fólk hér á Íslandi næstum auglýsi eftir mökum handa uppkomnum börnum sínum!! Allstaðar á fólk greinilega að vera "hamingjusamlega" gift, hvort sem það er Evrópa, Afríka eða eitthvað annað.

Við sem erum ekki í norminu...jah..ég ætti kannski að kíkja við hjá galdralækninum þegar ég kem í heimsóknina ;O) ;O) ;O) ???? Why not? Gæti verið ævintýri. ;o)

Koss,
Fjóla
 
Hvernig er það er ekker að gerast í Mósambík ? Fyrir utan flóðin sem maður les um í blöðunum og annarstaðar.
En vona að þú og þið öll hafið það gott.
Knús Þóra :)
 
Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

[ Skoða gestabók ] [ Kvitta í gestabókina ]
Sækið ykkur ókeypis gestabók hér