sunnudagur, júlí 09, 2006
Wimbi ströndin í Pemba

Dagana fyrir og eftir ráðstefnuna gafst svo tími til að dýfa tánum aðeins í Indlandshaf þar sem mjög fallegar strendur eru í kring um Pemba borg, eins og sjá má á myndinni og öðrum myndum hér á eftir. Mamma var með mér í ferðinni þar sem hún kom til mín á laugardaginn og naut hún lífsins á ströndinni á meðan ég var á ráðstefnunni. Við gistum á tveimur hótelum þar sem erfitt var að fá gistingu vegna mannfjöldans á ráðstefnunni. Síðustu tvær næturnar vorum við á Nautilus hótelinu sem myndin er tekin frá og gistum í litlum tveggja herbergja kofa ásamt einni samstarfskonu minni. Síðan voru nokkrir metrar í sjóinn. Þar sem júní og júlí eru kaldasti tími ársins voru fáir ferðamenn þarna og stundum nánast hægt að hafa ströndina útaf fyrir sig, nema hvað börn staðarins reyndu að drýgja tekjur heimilisins með sölu ýmissa minjagripa.
