mánudagur, júní 26, 2006

 

Samstarfsfólk mitt á skrifstofunni gaf mér skemmtilega afmælisgjöf sem sjá má hér á myndunum. Þetta er ,,kapulana" sem er mjög einkennandi fyrir Afríku, þetta er aðalfatnaður kvenna um allt land en auk þess nota konur kapulana til að hengja börnin sín utan á sig, sem dúk, ábreiðu, lak o.fl. Þetta kapulana sem ég fékk í afmælisgjöf var þó af sérstakri gerð þar sem þetta eru tvö stór kapulana saumuð saman í miðjunni með blúndu. Estrela sem er að kenna mér að klæða mig í þetta útskýrði að þetta væri tákn móðurinnar og að slík kapulana væri ómissandi hluti af heimanmundi. Þá færir fjölskylda biðilsins verðandi tengdamóður slíkt kapúlana og er það virðingartákn. Slík kapúlana er einnig ómissandi við dauðsfall og líkið oft vafið inn í klæðið. Mér þótti vænt um að fá þessa gjöf þar sem mér fannst að þar með væri ég á vissan hátt boðin velkomin í mósambískt samfélag. Mér fannst það líka tákn um að ég væri búin að eignast nýja vini þar sem þau höfðu greinilega pælt út hvað væru ,,mínir litir." Á neðri myndinni er ég svo með skýluna sem er einnig ómissandi. Mér var sagt að konur ættu alltaf að hafa slíka skýlu þegar þær væru að elda, sérstaklega ef að tengdamóðirin væri meðal gesta. Þau sögðu mér að ef að tendamóðir fyndi hár í mat sínum gæti það orðið skilnaðarorsök! Þannig að þegar ég fór fram í eldhús að útbúa eftirréttinn sagðist ég ætla að setja upp skýluna þó enga ætti ég tengdamóðurina. Konan sem situr við hliðina á mér á myndinni er Custódia sem vinnur með mér á skrifstofunni. Estrela sem er að hengja kapúlanað utan á mig er yfirmaður kvenna og barnadeildarinnar í kvennamálaráðuneytinu og einn af mínum helstu samstarfsmönnum þar.
 Posted by Picasa

Comments:
Hæ frænka. Til hamingju með nýju síðuna.
Knús,
Fjóla frænka
 
Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

[ Skoða gestabók ] [ Kvitta í gestabókina ]
Sækið ykkur ókeypis gestabók hér