mánudagur, júní 26, 2006
Fyrsta bloggið
Jæja mér var farið að líða eins og fornaldarskrímsli að vera ekki með bloggsíðu. Ég veit ekki hversu dugleg ég verð að skrifa en finnst þetta góð leið til að leyfa fjölskyldu og vinum að fylgjast aðeins með lífinu hér í Mósbík. Ég var samt að velta fyrir mér hvaða tungumál ég ætti að nota þar sem ég á svo marga vini sem ekki skilja íslensku. Kannski ég geri úrdrátt af og til á ensku líka.
Ég sit uppi í sófa með tölvuna í kjöltunni. Það er almennur frídagur í Mósambík þar sem 25. júní er þjóðhátíðardagur landsins og hér eru frídagar færðir yfir á næsta virkan dag ef þeir falla á helgidag. Við Íslendingarnir hér og fjölskyldur fórum í bíltúr í gær til Pequenos Libombos sem er suður af Mapúto. Þarna eru stífla og vatnsból sem sér okkur hér í Maputo fyrir drykkjarvatni. Það er gaman að keyra um svæðið og fallegt útsýni yfir vatnið en efnameira fólk Mósambík ku hafa tryggt sér landið þarna í kring. Við héldum svo áfram að landamærum Svasílands og það var ekki laust við að landslagið minnti mig á heimahagana þegar við keyrðum um bugðótta vegi upp hæðir og hóla. Þó að hér sé auðvitað mun meiri gróður.
Á laugardaginn hélt ég upp á afmælið mitt og bauð vinnufélögunum. Eins og flestir útlendingar hér er ég með vinnukonu og hún hjálpaði mér að undirbúa veisluna. Ég ákvað að elda buff stroganoff og kjúklingarétt sem Hidda vinkona mín gaf mér uppskrift að fyrir löngu. Þetta féll vel í kramið hjá gestunum. Þetta var nýnæmi fyrir Mósambíkanana og tilbreyting fyrir Íslendingana svo allir voru sáttir. Um miðnætti voru allir farnir heim enda var þetta þriðja matarboð hópsins á viku!
Jæja nú er best að hætta þessu og athuga hvort þetta birtist á vefnum þegar ég ýti á takkann.
Ég sit uppi í sófa með tölvuna í kjöltunni. Það er almennur frídagur í Mósambík þar sem 25. júní er þjóðhátíðardagur landsins og hér eru frídagar færðir yfir á næsta virkan dag ef þeir falla á helgidag. Við Íslendingarnir hér og fjölskyldur fórum í bíltúr í gær til Pequenos Libombos sem er suður af Mapúto. Þarna eru stífla og vatnsból sem sér okkur hér í Maputo fyrir drykkjarvatni. Það er gaman að keyra um svæðið og fallegt útsýni yfir vatnið en efnameira fólk Mósambík ku hafa tryggt sér landið þarna í kring. Við héldum svo áfram að landamærum Svasílands og það var ekki laust við að landslagið minnti mig á heimahagana þegar við keyrðum um bugðótta vegi upp hæðir og hóla. Þó að hér sé auðvitað mun meiri gróður.
Á laugardaginn hélt ég upp á afmælið mitt og bauð vinnufélögunum. Eins og flestir útlendingar hér er ég með vinnukonu og hún hjálpaði mér að undirbúa veisluna. Ég ákvað að elda buff stroganoff og kjúklingarétt sem Hidda vinkona mín gaf mér uppskrift að fyrir löngu. Þetta féll vel í kramið hjá gestunum. Þetta var nýnæmi fyrir Mósambíkanana og tilbreyting fyrir Íslendingana svo allir voru sáttir. Um miðnætti voru allir farnir heim enda var þetta þriðja matarboð hópsins á viku!
Jæja nú er best að hætta þessu og athuga hvort þetta birtist á vefnum þegar ég ýti á takkann.