miðvikudagur, nóvember 29, 2006

 

Er á lífi

Þrátt fyrir minn góða ásetning að skrifa reglulega á bloggið eru nú allt í einu liðnir næstum tveir mánuðir síðan síðast. Ég er ekki alveg að fatta að skrifa lítið í einu og skrifa oft. Það er helst í fréttum að Bjarni bróðir og sveitin hans tóku sig til og unnu stórt bridsmót í Bandaríkjunum um daginn. Ég er mjög stolt af honum. Héðan er líka allt gott að frétta og farið að styttast í að ég komi heim um jólin. Það er fámennt á skrifstofunni eins og er tveir af starfsmönnunum staddir á Íslandi og þrír af starfsfólkinu hér í sumarfríi. Já hér er sumar í desember og starfsfólk í fríum og börn í skólaleyfum. Það er auðvitað nóg að gera eins og endranær, í vinnunni þarf að koma öllu til skila sem lofað var á þessu ári og búa til áætlanir fyrir næsta ár. Svo er ég búin að lofa að senda aðferðarfræðikaflann í ritgerðinni minni áður en ég fer heim því ég ætla að nota ferðina og fara aðeins til Norwich og hitta leiðbeinendurna mína. Þannig að ég hendist heim eftir vinnu og sest við ritgerðarskrif. Verðirnir í blokkinni minni halda ábyggilega að ég sé veik á geði því um helgar sit ég við og leyfi mér ekki að fara út. Einn þeirra sagði við mig á mánudaginn ,,og þú fórst ekkert út í gær" þeim finnst þetta greinilega mjög undarleg hegðun. Að vísu bjargaði Jói Þorsteins mér alveg á sunnudaginn þegar ég var að verða þunglynd á skrifunum. Hann hringdi í mig og bauð mér út að borða í hádeginu og við fórum á skemmtilegan stað með útsýn yfir Mapútóflóa og borðuðum saltfiskrétt í eldföstu móti. Eftir góðan mat og einn bjór gekk miklu betur að skrifa. Ég mæli ekki með því að fólk sé í fullri vinnu og að skrifa doktorsritgerð :-(
Ég fór eina dagsferð til Nelspruit í Suður-Afríku að kaupa ýmislegt sem vantaði. Þóra og Jói Þ. þurftu líka að fara þar sem við vorum að fara með bíl í viðgerð. Jæja ég er að stelast í vinnunni og þarf að gera margt í dag. Kannski ég geti notað bloggið sem aðgerðarflótta frá ritgerðinni fram að heimferð.
Knús,
Marta

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

[ Skoða gestabók ] [ Kvitta í gestabókina ]
Sækið ykkur ókeypis gestabók hér